Velkomin á vef SeeVatnajokull

Velkomin á vef SeeVatnajokull.com

Hér var áður samfélagsvefur (social network website) sem var settur upp til að gestir sem hefðu heimsótt Vatnajökulsþjóðgarð og nágrenni á Norður-, Austur- og Suðurlandi gætu sett inn myndir, myndskeið og frásagnir. Jafnframt voru þar upplýsingar, myndir og myndskeið. Vefurinn var settur upp árið 2010, og var tekinn niður áratug síðar þegar viðmót og veflausn voru orðin úrelt, og kostnaður of mikill fyrir vef sem enginn var að nota.

Þú getur skoðað skjámyndband sem var tekið upp til að geyma minningu um hvernig vefurinn leit út hér.

Skrefin að Vatnajökulsþjóðgarði kápaBókin Skrefin að Vatnajökulsþjóðgarði

Bókin Skrefin að Vatnajökulsþjóðgarði var gefin út árið 2013. Tilgangur bókarinnar var að safna saman á einum stað öllum skrifum og tillögum að stofnun slíks friðaðs svæðis eða þjóðgarðs, og allri atburðarás sem átti sér stað á árunum áður en ákveðið var að þjóðgarðurinn skyldi stofnaður.

Þú getur hlaðið niður eintaki af bókinni í PDF formi þér að kostnaðarlausu hér.

Um höfund

Bæði samfélagsvefurinn SeeVatnajokull.com og bókin Skrefin að Vatnajökulsþjóðgarði voru sett saman af Sverri Sv. Sigurðarsyni, sem setti fram tillögur að stofnun stórs, samfellds friðaðs svæðis eða þjóðgarðs á og í kringum Vatnajökul á árunum 1992-1998. Hann var sá fyrsti og eini sem setti fram viðamiklar og hnitmiðaðar tillögur að slíku. Náttúruverndarsinnar lögðu aldrei áherslu á friðun jökla sem slíkra. Þeirra áhersla var alltaf á viðkvæmum jarðmyndunum og vistheildum, en aldrei á ísbreiðum jökla, sem sést af því að jöklarnir höfðu aldrei verið settir á náttúruminjaskrá sem er einskonar óskalisti friðunar.